laugardagur, 31. mars 2012

YSL

Í gær kíkti ég við í snyrtivörubúð með ömmu minni og mömmu og þar var verið að kynna nýtt frá YSL. 
Mig hefur ALLTAF langað til þess að prufa að eignast Touche Éclat gullpennann frá því að ég byrjaði að hafa eitthvað vit á snyrtivörum (þá var ég oft að stelast í ömmu Svönu penna;-) ).
Það má því segja að eftir að hafa minnst aðeins á þennan penna í gær eftir að ég kom heim við Pallann kom hann mér svo sannarlega á óvart þegar hann skellti einum sætum gullpenna sem hann fór og keypti fyrir elsku moi á borðið þegar ég kom heim úr vinnunni;-) 
Er því búin að vera á fullu á netinu að sjá hvernig stelpur eru að nota hann til þess að "highlighta" og ég prufaði bara í ganni mínu í kvöld að nota hann utan um varirnar og sitja svo á mig nýja skærbleika varalitinn minn, kom veel út skal ég segja ykkur. 

 

Ég fékk einmitt lit No.2.

Með í pakkanum var svo hálfgerður skrúbbur (smá frí-bí)  og ég prófaði hann í kvöld eftir sturtu og ég er ekki frá því að það verið splæst í hann líka í fullri stærð þegar þessi litli er búin! Þvílík snilld, finn bara hvernig húðin er öll fersk og fín. Maður nuddar góðri slummu framan í sig í ca 2mín og skolar svo af með þvottapoka, á að vera svona "exfoliator" nema bara ekki með þessum hörðu kúlum. Skulum samt ekki vera of vongóðar, kanski verð ég öll út í bólum og flekkjum í fyrramálið!;-)

 

Skrúbburinn góði!;-)


Anna
xxx

föstudagur, 30. mars 2012

Hvítir skór!

Ég er orðin sjúk í hvíta skó, og þá helst einhverja strigaskó en ef skórinn er hvítur þá er ég sjúk!


 

Mér þætti ekkert leiðinlegt að skarta þessu elskum í sumar við nýju mintu-grænu-gallabuxurnar mínar úr Vero Moda!



Þessir doktorar eru líka æðis en ég held ég myndi vilja alveg hvíta!


Þessir Jeffrey væru æðis! Elska líka svona þykka botna, sem ég hélt að ég myndi aldrei gera.



Myndi aldrei neita þessum, Lita eru án efa þæginlegustu hælar sem ég hef átt!


 

Þessir mega vera með, bara útaf þeir eru svo sætir.


Smá shoeporn skaðar engan!

Anna
xxx