sunnudagur, 26. ágúst 2012

Nýtt upphaf..


Jæja þá er hið nýja líf loksins að komast á ról. 
Vinnan komin á stað og krakkarnir komnir í skólann og virðast ætla að taka mér vel...eða ég vona það;-)
Ræktin að byrja að á fullu og svona skemmtilegheit.

Annars er ég svo þreytt á kvöldin eftir vinnu og rækt að ég fer bara beint í kósýfötin og upp í sófa! 

Helgin búin að vera dásamleg...
Byrjaði gærdaginn á að fara í spinning, svo komu tengdafjölskyldan í heimsókn, útivera með hundana og fleira kósý..
Byrjaði daginn í dag á að fara í hot yoga og fékk svo fjölskyldukrúttið mitt í heimsókn í vöfflur.

Annars er ég orðin spennt fyrir haust-tískunni! 

Fór í Zara um daginn og keypti mér tvennar buxur sem mig vantaði auðvitað nauðsynlega, bara þröngar í þæginlegu efni;-) Einar bláar og einar svartar. Frekar basic.

Það sem ég þrái mest fyrir haustið er hermanna jakki, í svona camo munstri ekki bara plain grænan.
Hef bara ekki fundið þann rétta, eða réttara sagt hef fundið hann nokkrum sinnum en endar alltaf á að vera uppseldur. 

Ég elska líka þennan djúpa fallega rauða lit sem virðist ætla að tröllríða öllu! Ég var meira sjúk í hann í fyrra þegar karrýgulur var allsráðandi.

Fór annars inn á h&m í vikunni og valdi mér nokkrar fallegar vetrar flíkur í huganum..

 
Flott peysa við nýju Zara buxurnar;)


 
Fullkomni rauði liturinn minn, held ég geti bara ekki púllað derhúfu en langar samt alltaf að prufa..


 
Flottar leggós..
  
Er alveg viss um að ég eigi eftir að sjá margar í þessum í vetur..

Langar mikið í támjóa skó...þessir eru plain og passa við allt..

 
Mig er búið að langa lengi í þessa..

Það má alltaf bæta við strigaskóa safnið sem stækkar og stækkar:-)

 
Svo ein svona flott teygja svona í lokin;-)

Anna
xxx