fimmtudagur, 9. ágúst 2012

Nýjir tímar

Nú er svo margt og mikið að fara að breytast í mínu lífi að ég tryllist. 
Ég ætla að flytja til Reykjavíkur um helgina, verður án efa ný upplifun þar sem að ég hef haldið mig á Akranesi síðustu hva 12 árin og þar finnst mér voða gott að vera.

En ég og kæró og 2 dogs erum ákveðin í að láta á þetta reyna, jú þetta er örugglega miklu betra þegar við ætlum í skóla og svona;-) Býður upp á fleiri tækifæri.

Það sem ég hlakka mest til er að nýta mér Koló, nytjamarkaði og þ.h. 

Er alveg staðráðin í því að fyrst það er ekki í boði að kaupa sér föt fyrir........(get eiginlega ekki sagt það) á mánuði eins og það er búið að vera undanfarið ár að þá verð ég bara að vera svoldið sniðug í hlutunum! 

Ég verð samt sem áður ekkert í  most fashionable vinnu en ég er að farað verða gangsi í Langholtsskóla en hlakka mikið til að prufa eitthvað nýtt!:-) 
Ég er staðráðin í því samt að þó svo að ég sé að fara að hjóla í vinnuna á hverjum degi og að skúra inn á milli útileikja að þá ætla ég ekki að missa kúlið og enda í joggingbuxunum og flíspeysu HEHE;-)

Svo er ég búin að vera að kafna úr hita í sumar og afskaplega ekki í stuði fyrir að klæða mig þannig að ég vona að ég fari að komast í stuð aftur með kólnandi veðri!;)

xxx
Anna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli