þriðjudagur, 22. janúar 2013

Uppáhalds The Body Shop vörur!

Ég er mjög hrifin af The Body Shop vörunum og hef alltaf verið.
Alveg frá því að ég var lítil fannst mér ógeðslega gaman að fara og skoða allar baðkúlurnar og svona.

Hérna eru uppáhalds vörurnar mínar:)

 

Þetta er vara sem ég nota daglega, augabrýrnar mínar eru frekar leiðinlegar og halda engum lit á sér þannig að ég þarf að móta þær á hverjum morgni og mér finnst þetta best í það;)


Blauta meikið frá Body Shop er uppáhalds, ég hef notað það lengi. Ég byrjaði að nota það fyrir svona 3 árum og hef ekki notað annað síðan. Ég nota ekki einu sinni púður yfir það er svo gott. Svo er líka gott að það er hægt að fá það með olíu í þannig að þegar ég er þurr í húðinni að þá finnst mér voða gott að nota það.

 

Þessar litlu blöðrur eru snilld og ég á alltaf eftir að kaupa mér þær. Ég hef bara prufað þær einu sinni þegar ég fékk prufur af þeim. Inni í þeim er andlits krem, maður þarf bara pínu lítið af því og húðin verður silki mjúk!;)

 

Kokoshnetu sturtu sápa!;) Þarf ekkert að segja meira um þetta..


 

Sítrónu sturtu sápa, hef ekki prufað hana en lyktin er dásamleg og ég hef gefið hana í gjafir..þarf að prufa hana sem fyrst..hún fær því að vera uppáhalds því lyktin er svo ómótstæðileg;)

 

Shea body butter. Regína vinkona mín gaf mér það í afmælisgjöf ekki núna heldur þarsíðast og ég elska það! Frekar plain lykt og svo eru The Body Shop body butterin náttúrulega lang best;) 


 Það sem ég elska líka mest við þessar vörur eru að þær eru ekki prufaðar á dýrum. 

Anna
xxx