sunnudagur, 20. janúar 2013

Lopinn


Það er ekkert búið að vera svo kalt í vetur, ég finn það á morgnanna þegar ég skelli mér í 66°norður úlpuna mína sem er svooo hlý að um leið og ég hjóla af stað að þá kafna ég úr hita. 
Þessvegna hef ég ákveðið að byrja að nota lopapeysurnar mínar meira einar og sér. 

Ég elska hvað ömmur mínar og mamma eru flinkar að prjóna, ég á marga gersemi eftir þær sem að nýtast mér mjög vel þar sem ég eyði oft miklum tíma í að viðra hundana og Palla í allskonar veðrum og svo hjóla ég jú yfirleitt í vinnuna. 
Ullin stendur alltaf fyrir sínu.

Í dag þá fór ég út að labba með hundana mína niður á Laugaveg og skellti mér í síðu hvítu lopapeysuna mína sem að mamma prjónaði og setti á mig fína trefilinn sem hún prjónaði og gaf mér í jólagjöf;-) Ég tók smá windowshopping í leiðinni sem var kanski ekkert svo sniðugt vegna þess að þá sá ég alla afslættina! 
En ég er víst á sparnaðaráætlun þar sem að ég er að farað byrja í frekar dýru námi;-)

 


(Afsakið lélega iphone myndir en ég ætla að fara að draga upp myndavélina mína sem ég hef ekki notað síðan ég fékk iphone fyrir rúmu ári og skammast mín fyrir það!)

En já þó svo að það hafi verið kalt úti að þá var mér ekkert kalt í þessari fínu peysu og það þarf sko alls ekkert að vera halló að vera í vel prjónuðum ullarfötum!;-)

Anna
xxx

1 ummæli: