miðvikudagur, 4. apríl 2012

e.l.f cosmetics.

Ég er ný farin að spá miklu meira í förðun en ég gerði. 
Er líka farin að læra meira, finnst ógeðslega gaman (og í senn vandræðalegt) að skoða myndbönd á youtube af stelpum sem að eru þvílíkt flinkar í þessum málum! Sérstaklega í uppáhaldi hjá mér eru systurnar Elle og Blair Fowler, þær eru búnar að meikaða þvílíkt í þessum youtube heimi!

En að öðru, e.l.f cosmetics eru orðið svona eitt af uppáhalds ódýru förðunarvörunum mínum. Ég hef keypt mér tvisvar af þessari síðu og sent á hótel og verið ánægð með bara allt í bæði skipti. Hef keypt mér t.d bursta, augnskuggapallettur (bæði litla á 5$ og stóra á 15$), varalit, augnprimer, hreinsi á burstana, hyljara, kinnalit og fleira. 

Mér finnst gæðin allaveganna mjög fín miðað við peninginn og þegar maður er svona að experimenta að þá er kanski fínt að vera ekkert að eyða allt of miklum pening. Allaveganna ekki í svona hluti, ég eyði frekar meira í maskara, meik og fleira í þeim dúr. Hef svo reyndar heyrt eina segja að henni finnist augnskuggarnir ekki góðir hjá e.l.f og að þeir haldist ekki en ég nota mína á hverjum degi og þeir haldast fínt hjá mér:-)


Ég á einn varalit frá þeim og langar í fleiri, þeir eru svo fínir. Kosta 1$. Jebb, ekki svo dýrt er það?

 
Þessi heitir Gypsy og er eins og ég á, fallega fjólublár/rauður. Hann er reyndar týndur, er viss um að hundurinn hafi gleypt hann.

Fantasy

 
Flirtatious


Sociable


Þetta eru þeir sem mér finnst flottastir en svo eru til mikið meir. Einnig er hægt að fá aðeins dýrari og litirnir þar eru líka mjög flottir. 

Mæli með að kíkja á síðuna þeirra, það eru til ótal margir hlutir!


Anna
xxx

 
 

2 ummæli:

  1. http://eyeslipsface.is
    Vaangefið ódýrt!

    SvaraEyða
  2. Ég veit, sniðugt af henni að vera með þetta! Bara svo mikið ódýrara að kaupa þetta úti og láta senda ef maður þekkir einhvern sem er að fara út;D En algjör snilld

    SvaraEyða