laugardagur, 9. júní 2012

Sólgleraugu

Sólgleraugu eru auðvitað eitthvað sem allir ættu að nota á sumrin...og eiginlega bara alltaf þegar það er sól..

Það er svo gaman af því hvað það eru til óendanlega mikið af gerðum og litum þegar að það kemur að sólgleraugum og hvað ein lítil gleraugu geta poppað upp eitt leiðinlegt outfit. 
Ég keypti mér 2 stykki í Ozone um daginn, þau komu reyndar frá Sautján þannig að það er líka hægt að fá sér þau þar. 

 

Það besta við þau er að þau kosta bara 1995.- :-)



Með rósóttu:-)

Ég er algjör "junk"-fan þegar það kemur að aukahlutum, því ef ég ætlaði að kaupa mér eitthvað svona ekta myndi ég örugglega fara á hausinn, eða bara þið vitið ekki geta keypt mér neitt;-)


Ég fór nú í Sautján á fimmtudagskvöld með vinkonum mínum og fann mér dásemdar buxur sem að ég held að ég neyðist til þess að kaupa.


Tók mynd af þeim inni í mátunarklefa, ég held að þær vilji koma og búa hjá mér:-)

Efnið er svooo létt og munstrið svo sumarlegt!;-)

Annars er dagurinn í dag búin að vera yndislegur, Pallinn útskrifaður sem VélIðnfræðingur og við sáum litlu frænku hans í Noregi sem fæddist í vikunni á skype!;-) 

Ætla að halda áfram að eiga yndislegan dag og fara að borða með Pallann á Galtíó;-)

Vona að þið eigið góða helgi!

Anna
xxx

Engin ummæli:

Skrifa ummæli