Ákvað að deila með ykkur uppáhalds bloggonum mínum!
http://kenzas.se/
Var komin með frekar mikinn leið á Kenzu fyrir ekki svo löngu en mér finnst stíllinn hennar hafa breyst svoldið og mér finnst hún ekki alltaf eins eins og mér var farið að finnast hún vera:-)
http://mariannan.costume.fi/
Þessa gæti ég bara étið upp hún er svo sæt og krúttleg! En fyrir utan það að þá elska ég hvað hún blandar saman grófum og fínlegum flíkum:-)
http://www.stylescrapbook.com/
Andy er náttúrulega bara gordjöss, með lengstu lappir sem þú hefur séð og með rosalega flottan stíl. Getur bæði verið rosalega casual en líka ofboðslega kvenleg og fín, hún heldur reyndar alltaf frekar mikið í kvenleg heitin.
http://nyheter24.se/modette/angelicablick/
Angelica er náttúrulega snillingur. Fáir sem púlla derhúfu og einhvern galakjól með;)
http://trendnet.is/
Trendnet er svo uppáhalds íslenska bloggið mitt eða samansafn af þeim:) Fylgist aðallega með:
Elísubet Gunnars
ReykjavikFashionJournal
Pattra S.
Hilrag
Annars auðvitað flettir maður í gegnum allt, þetta er svo ótrúlega flott og mismunandi fólk og ég elska hvað þau eru öll með ólíkan stíl.
Þetta eru svona þau sem ég rúnta um daglega, kanski ekkert eins og ég sé með einhver svakaleg leyndarmál en mér finnst alltaf gaman að sjá hvað hverjir eru að skoða!
Þið megið líka segja mér frá, ég vil endilega vita:-)
Anna
xxx
Engin ummæli:
Skrifa ummæli